Guðrún Erla í landsliðshópinn

Guðrún Erla Bjarnadóttir.
Guðrún Erla Bjarnadóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Axel Stefánsson, þjálfari kvennalandsliðsins í handknattleik, hefur gert eina breytingu á landsliðshópnum sem mætir Þýskalandi og Slóvakíu 25. og 28. þessa mánaðar.

Axel hefur valið Guðrúnu Erlu Bjarnadóttur úr Haukum í landsliðshópinn í stað Lovísu Thompson úr Gróttu sem á við meiðsli að stríða.

Guðrún Erla hefur spilað mjög vel með Haukaliðinu á leiktíðinni en Hafnarfjarðarliðið er í öðru sæti deildarinnar. Guðrún hefur skorað 47 mörk í átta leikjum með Haukunum í Olís-deildinni.

mbl.is