Ólafur góður í toppslagnum

Ólafur Andrés Guðmundsson.
Ólafur Andrés Guðmundsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ólafur Guðmundsson, fyrirliði sænska meistaraliðsins Kristianstad, átti góðan leik fyrir liðið í kvöld þegar það vann útisigur á Alingsås, 28:25, í toppslag sænsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik.

Ólafur skoraði sex mörk fyrir Kristianstad og var næstmarkahæstur, en liðið var með tveggja marka forskot í hálfleik, 14:12. Kristianstad skoraði tvö síðustu mörk leiksins og vann þriggja marka sigur, 28:25.

Hvorki Arnar Freyr Arnarsson né Gunnar Steinn Jónsson komust á blað fyrir Kristianstad, sem er í efsta sæti deildarinnar og hefur unnið 12 af 13 leikjum sínum. Með sigri hefði Alingsås jafnað meistaraliðið á toppnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert