Stefán Rafn fremstur í flokki

Stefán Rafn Sigurmannsson.
Stefán Rafn Sigurmannsson. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Stefán Rafn Sigurmannsson fór á kostum fyrir lið sitt Pick Szeged í Ungverjalandi þegar liðið vann stórsigur gegn Balatonfüredi í efstu deild þar í landi, 31:21.

Stefán Rafn var markahæsti maður vallarins með sjö mörk, þar af fjögur af vítalínunni, en Pick Szeged var yfir í hálfleik, 16:13.

Stefán Rafn er markahæsti leikmaður liðsins á leiktíðinni, hefur skorað 42 mörk í 10 leikjum í deildinni þar sem liðið er í öðru sæti og hefur unnið 9 af 10 leikjum sínum. Veszprém er efst með fullt hús stiga.

mbl.is