Aalborg grátlega nærri sigri

Janus Daði Smárason í leik með íslenska karlalandsliðinu í handbolta.
Janus Daði Smárason í leik með íslenska karlalandsliðinu í handbolta. mbl.is/Kristinn Magnússon

Janus Daði Smárason var markahæstur í liði Arons Kristjánssonar og læriseina hans hjá Aalborg sem tapaði naumlega, 28:27, fyrir Kielce í B-riðli í Meistaradeild Evrópu í handbolta karla í dag. Arnór Atlason var ekki í leikmannahópi Aalborgar í leiknum.

Guðjón Valur Sigurðsson skoraði fjögur mörk og Alexander Petersson tvö þegar Rhein-Neckar Löwen laut í lægra haldi fyrir ríkjandi meisturum, Vardar Skopje, 30:26, í toppslag í A-riðli keppninnar í dag. Vardar Skopje náði fjögurra stiga forskoti á toppi riðilsins með sigrinum í dag.

Vardar Skopje trónir á toppi A- riðilsins með 15 stig, en Rhein-Neckar Löwen er í öðru sæti riðilsins með 11 stig. Kielce er í fjórða sæti B-riðilsins með átta stig eftir þennan sigur, en Aalborg er í neðsta sæti riðilsins með tvö stig.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert