Eyjamenn vita ekki hvað bíður þeirra í Zhlobin

Sigurbergur Sveinsson og félagar spila í Hvíta-Rússlandi í dag.
Sigurbergur Sveinsson og félagar spila í Hvíta-Rússlandi í dag. mbl.is/​Hari

„Við rennum blint í sjóinn. Vitum nánast ekkert um þetta lið sem mætum en látum það ekki á okkur fá,“ sagði Arnar Pétursson, þjálfari karlaliðs ÍBV í handknattleik en hann er mættur til Zhlobin í Hvíta-Rússlandi þar sem ÍBV mætir HC Gomel í Áskorendakeppni Evrópu í dag. Um er að ræða fyrri viðureign liðanna.

„Venjulega þá býr maður sig undir leiki með því að fara yfir upptökur af leikjum andstæðinganna en í þessu tilfelli er því ekki til að dreifa. Við höfum reyndar bút úr leik HC Gomel og Meshkov Brest en þar var svo mikill munur á liðunum að það er ekkert að marka enda er Brest eitt besta lið Evrópu. Nú erum við í einhverju allt öðru sem getur líka verið spennandi,“ sagði Arnar í gær.

Var hann nýstiginn upp í rútu fyrir utan flugvöllinn í Minsk en rútan átti að flytja hann og liðsmenn ÍBV nærri 300 km leið til Zhlobin. Bærinn er í suðausturhluta Hvíta-Rússlands, ekki langt frá landamærunum Úkraínu, ekki svo ýkja langt frá borginni Chernobyl hvar eitt mesta kjarnorkuslys sögunni varð fyrir rúmum 30 árum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert