Fór rakleitt á fæðingardeildina

Finnur Ingi Stefánsson t.v. fagnar sigrinum á Víkingum í kvöld.
Finnur Ingi Stefánsson t.v. fagnar sigrinum á Víkingum í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Finnur Ingi Stefánsson gaf sér lítinn tíma til þess að fagna sigri með samherjum sínum í Gróttu í kvöld eftir að þeir lögðu Víking, 30:19, í Olís-deild karla í handknattleik. Hann stormaði rakleitt af leikvelli í leikslok og út í bíl þar sem strikið var tekið á fæðingardeildina þar sem kona hans, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, vænti þess að fæða annað barn þeirra. 

Finnur Ingi átti stórleik í kvöld og skoraði níu mörk í öðrum sigri Gróttu í röð í deildinni. Eftir því sem næst verður komist fór Anna Úrsúla á fæðingardeildina í hálfleik í viðureigninni en Finnur Ingi ákvað að ljúka leiknum.

Anna Úrsúla er þrautreynd landsliðskona í handknattleik, hefur leikið yfir 100 landsleiki, auk þess að vera margfaldur Íslands- og bikarmeistari með Val og Gróttu. 

Anna Úrsúla og Finnur Ingi eiga fyrir fjögurra ára dóttur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert