Guðjón Valur tilnefndur bestur í heimi

Guðjón Valur Sigurðsson er tilnefndur bestur í heimi.
Guðjón Valur Sigurðsson er tilnefndur bestur í heimi. AFP

Guðjón Valur Sigurðsson, landsliðsfyrirliði Íslands í handknattleik og leikmaður Þýskalandsmeistara Rhein-Neckar Löwen, er tilnefndur sem besti vinstri hornamaður heims árið 2017.

Vefsíðan Handball-planet stendur að kjörinu ár hvert og tilnefnir leikmenn í hverri stöðu. Guðjón Valur er tilnefndur í stöðu vinstri hornamanns og er þar í baráttu við samherja sinn Jerry Tolbring frá Svíþjóð, Þjóðverjann Uwe Gensheimer hjá PSG og Rússann Timur Dibirov hjá Vardar Skopje.

Lesendur geta hjálpað til við kjörið, en HÉR er hægt að greiða atkvæði í stöðu vinstri hornamanns.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert