Hnéð leikur Örn Inga áfram grátt

Örn Ingi Bjarkason í leik með Aftureldingu.
Örn Ingi Bjarkason í leik með Aftureldingu. mbl.is/Eva Björk

Handknattleiksmaðurinn Örn Ingi Bjarkason hefur lítið leikið með sænska úrvalsdeildarliðinu Hammarby það sem af er leiktíð. Örn Ingi sagði við Morgunblaðið í gærkvöldi að hann myndi ekki leika með liðinu fyrr en í fyrsta lagi í janúar.

Þrálát meiðsli í hné hefðu tekið sig upp á ný í haust og síðan hefði hann verið í endurhæfingu. Hnémeiðsli hafa lengi gert Erni Inga gramt í geði og haldið honum frá handboltavellinum um lengri og skemmri tíma síðustu árin.

„Ég, þjálfarinn og læknirinn hjá Hammarby ákváðum að ég myndi taka pásu og sinna endurhæfingu af krafti. Þeir vilja að ég prófi aftur í janúar og láti reyna á hvort ég geti spilað og ef allt gengur vel mun ég vonandi spila með. Annars verð ég að halda áfram með endurhæfinguna og reyna að ná mér aftur góðum,“ sagði Örn Ingi við Morgunblaðið. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert