Kári fór á kostum í fyrsta heimaleiknum

Sigurbergur Sveinsson lyftir sér upp fyrir framan vörn Fram í …
Sigurbergur Sveinsson lyftir sér upp fyrir framan vörn Fram í kvöld. Ljósmynd/Sigfús Gunnar Guðmundsson

ÍBV sigraði Fram með sjö marka mun 31:24 þegar liðið spilaði sinn fyrsta heimaleik í Olís-deild karla á tímabilinu. 12 mörk Kára Kristjáns Kristjánssonar voru lykillinn að sigrinum en hann var illviðráðanlegur á línunni.

Stemningin í Eyjum var upp á tíu komma fimm og voru fjölmargir áhorfendur mættir til að styðja þá hvítklæddu í dag.

Eyjamenn fóru virkilega vel af stað og leiddu leikinn 6:2 þegar Guðmundur Helgi Pálsson, þjálfari Fram, tók leikhlé. Lærisveinar hans virðast hafa hlustað virkilega vel á hann þar sem að þeir skoruðu næstu fimm mörk leiksins og náðu frumkvæðinu.

Frumkvæðinu héldu þeir út fyrri hálfleikinn áður en ÍBV náði að jafna á síðustu sekúndunum. Kári Kristján skoraði sex mörk í fyrri hálfleik og Sigurbergur Sveinsson þrjú. Hjá gestunum var Andri Þór Helgason með fjögur mörk.

Seinni hálfleikurinn var eign Eyjamanna og sáu Framarar aldrei til sólar. ÍBV vann fljótt upp nokkurra marka forskot sem jókst og jókst þegar leið á leikinn, að lokum var munurinn sjö mörk en hann hefði hæglega getað verið meiri.

Kári Kristján Kristjánsson var í sérflokki í dag en hann gerði 12 mörk, tvöfalt meira en næsti maður sem skoraði sex, það var félagi hans, Sigurbergur Sveinsson. Hjá gestunum var Andri Þór Helgason markahæstur með fimm mörk.

Framarar hafa því ekki unnið í fjórum síðustu leikjum. Eyjamenn eru búnir að lyfta sér upp í 2. sæti deildarinnar um stundarsakir í það minnsta. 

ÍBV 31:24 Fram opna loka
60. mín. Andri Þór Helgason (Fram) skoraði mark Minnkar muninn í sjö mörk.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert