Tapa FH-ingar þriðja leiknum í röð?

Ágúst Birgisson og Einar Rafn Eiðsson, FH, hafa tapað tveimur …
Ágúst Birgisson og Einar Rafn Eiðsson, FH, hafa tapað tveimur leikjum í röð. Magnús Stefánsson, ÍBV, mætir Fram. mbl.is/Hari

Fyrstu leikir 11. umferðar Olís-deildar karla í handknattleik fara fram í kvöld þar sem FH-ingar, sem voru óstöðvandi í byrjun tímabils, reyna að rétta úr kútnum.

FH vann fyrstu átta leiki sína í deildinni og sat sem fastast í toppsætinu, en hefur nú tapað tveimur leikjum í röð. Fyrst var það fyrir ÍBV á heimavelli 34:33 og svo á útivelli gegn Selfossi á sunnudag 24:23. Í kvöld kemur Stjarnan í heimsókn og tapi FH-ingar verður það þriðji tapleikurinn í röð.

FH er fyrir leikinn í öðru sætinu með 16 stig, stigi á eftir toppliði Vals, en Stjarnan er í sjötta sætinu með 11 stig.

Hin viðureignin fer fram í Eyjum þar sem ÍBV tekur á móti Fram, en ÍBV er með 14 stig í fjórða sætinu á meðan Fram hefur 8 stig í því 8.

Báðir leikirnir verða í beinni textalýsingum hér á mbl.is.

18.00 ÍBV – Fram
19.30 FH – Stjarnan

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert