Gísli óbrotinn og klár í Evrópuleikinn

Gísli Þorgeir Kristjánsson sækir að vörn ÍR-inga.
Gísli Þorgeir Kristjánsson sækir að vörn ÍR-inga. mbl.is/Árni Sæberg

Gísli Þorgeir Kristjánsson, handboltamaðurinn stórefnilegi í liði FH, verður klár í slaginn þegar FH-ingar mæta liði Tatran Presov í fyrri viðureign liðanna í 3. umferð EHF-keppninnar í Slóvakíu á laugardaginn.

Gísli Þorgeir fékk þungt högg á rifbeinin undir lok fyrri hálfleiksins gegn Stjörnunni í Olís-deildinni í gærkvöld og kom ekkert meira við sögu eftir það.

„Gísli reyndist óbrotinn og hann verður með í leiknum á laugardaginn,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon í samtali við mbl.is í kvöld en FH-ingar halda út til Slóvakíu eldsnemma í fyrramálið.

Tatran Presov er líkt og FH í toppsætinu í deildarkeppninni heima fyrir. Presov-liðið er ósigrað eftir 13 umferðir. Liðið hefur unnið tólf leiki og gert eitt jafntefli og er með 11 stiga forskot á næsta lið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert