Ólafur hafnaði tilboðum og framlengdi

Ólafur Andrés Guðmundsson í leik með Kristianstad.
Ólafur Andrés Guðmundsson í leik með Kristianstad. Ljósmynd/Kristianstad

Ólafur Guðmundsson, landsliðsmaður í handknattleik og fyrirliði sænska meistaraliðsins Kristianstad, hefur framlengt samning sinn við félagið og er nú samningsbundinn til ársins 2020.

Ólafur kom fyrst til Kristianstad tímabilið 2012/2013, en árið 2014 hélt hann til Þýskalands um stund og gekk í raðir Hannover-Burgdorf. Hann sneri aftur til Svíþjóðar fyrir tveimur árum og er nú fyrirliði liðsins.

„Það er mjög góð tilfinning að ganga frá þessu tímanlega. Mér líður mjög vel hjá Kristianstad. Ég fékk tilboð frá Þýskalandi og Frakklandi en fannst það rétt að framlengja samninginn hér. Ég er stoltur af því að vera hluti af liðinu, félagið skiptir mig miklu máli og þetta er meira en bara vinna. Það eru spennandi tímabil fram undan,“ sagði Ólafur á heimasíðu Kristianstad.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert