Áhugasamir Þjóðverjar

Geir Sveinsson, landsliðsþjálfari í handknattleik karla leggur liði sínu línurnar.
Geir Sveinsson, landsliðsþjálfari í handknattleik karla leggur liði sínu línurnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Gríðarlegur áhugi er fyrir þýska landsliðinu í handknattleik karla um þessar mundir. Framundan er titilvörn hjá landsliðinu á Evrópumeistaramótinu í Króatíu og þrátt fyrir að ekki hafi liðið farið alla leið í verðlaunbaráttu á HM fyrr á þessu ári þá eru Þjóðverjar vongóðir um árangur á EM.

Tveir síðustu landsleikir Þjóðverja fyrir EM í Króatíu verða gegn íslenska landsliðinu í Stuttgart 5. janúar og í Neu-Ulm tveimur dögum síðar en þar verður leikið í nýrri keppnishöll, eftir því sem næst verður komist.

Heita má uppselt á báðar viðureignirnar. Talsmaður þýska handknattleikssambandsins sagði við þýska fjölmiðla í gær að aðeins örfáir miðar væru eftir á fyrri viðureignina sem fram fer í Porsch-Arena í Stuttgart en hún rúmar á milli sex og sjö þúsund áhorfendur.

Ljóst er því að Geir Sveinsson og lærisveinar hans í íslenska landsliðinu fá að kynnast alvöru þýskri stemningu á leikjunum tveimur áður en þeir halda til Split 10. janúar til þátttöku á EM. iben@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert