„Komu okkur á óvart“

Agnar Smári Jónsson skoraði sjö mörk fyrir Eyjamenn þegar þeir …
Agnar Smári Jónsson skoraði sjö mörk fyrir Eyjamenn þegar þeir unnu Gomel 31:27 í Hvíta-Rússlandi. mbl.is/Árni Sæberg

Eyjamenn eru í nokkuð vænlegri stöðu fyrir seinni leik sinn við Gomel frá Hvíta-Rússlandi í 3. umferð Áskorendabikars Evrópu í handbolta, en leikurinn fer fram í Vestmannaeyjum kl. 13 í dag.

Agnar Smári Jónsson, sem skoraði sjö mörk í 31:27-sigri ÍBV í fyrri leiknum í Hvíta-Rússlandi, segir hins vegar ljóst að afar krefjandi verkefni bíður Eyjamanna í dag.

„Þeir komu okkur á óvart. Það er enginn svona týpískur „risa-Rússi“ í þessu liði. Þetta er vel spilandi lið og hættulegt, og þó að við höfum unnið fyrri leikinn með fjórum mörkum þá er þetta hörkueinvígi og við eigum mjög erfitt verkefni framundan,“ segir Agnar Smári.

Sjá viðtal við Agnar Smára í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert