Aftur fóru dómarar illa með FH-inga

Einar Rafn Eiðsson var markahæstur FH-inga.
Einar Rafn Eiðsson var markahæstur FH-inga. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það var hroki í þessu liði og við hefðum átt að vinna þennan leik,“ sagði Einar Rafn Eiðsson, leikmaður FH, í samtali við Morgunblaðið, en FH tapaði úti með þriggja marka mun, 24:21, fyrir slóvakíska meistaraliðinu Tatran Presov í fyrri viðureign liðanna í 32ja liða úrslitum EHF-bikarsins í handknattleik.

Leikurinn var jafn og spennandi, en staðan í hálfleik var 11:11. Tatran Presov skoraði hins vegar fjögur af síðustu fimm mörkum leiksins, breytti stöðunni úr 20:20 í 24:21 og fagnaði sigri. Ef FH-ingar ná að vinna upp forskotið í síðari leiknum í Kaplakrika um næstu helgi kemst liðið áfram í riðlakeppnina, fyrst íslenskra liða.

„Það mætti segja að ég hafi búist við meiru. Þrátt fyrir að þetta séu allt atvinnumenn og allt það þá fannst mér að við hefðum átt að vinna þá. Þetta var ekki beint erfiður leikur, við spiluðum góða vörn nánast allan leikinn en klúðruðum kannski óvenjulega mörgum færum. En það var líka hellingur af dómum sem voru gjörsamlega fáránlegir,“ sagði Einar Rafn.

Sjá allt um Evrópuleik FH í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert