Hillir undir handbolta án harpix

Ljósmynd/IHF

Hassan Moustafa, forseti Alþjóða handknattleikssambandsins, IHF, segir að farið sé að hilla undir að draumur hans um að hægt verði að leika handknattleik án þess að nota harpix verði að veruleika.

Margir kímdu þegar Moustafa sagði fyrir um tveimur árum að hann vonaðist til að hægt væri að þróa bolta sem væri þeim kostum búinn að ekki væri þörf á trjákvoðunni til að leikmenn næðu fullu valdi á boltanum.

„Ég vonast til að hægt verði að reyna boltann á HM karla í Þýskalandi og í Danmörku eftir ár,“ sagði Moustafa í gær þar sem hann fylgdist með HM kvenna sem fram fer í Þýskalandi um þessar mundir. „Harpixið er til vandræða í Þýskalandi. Það klessist við gólfið auk þess sem ekki eru liðnar nema tíu mínútur af hverjum leik þegar boltinn er orðinn svartur af harpixi og óhreinindum. Allt skaðar þetta ímynd handknattleiksins,“ sagði Moustafa þungur á brún.

Vonir standa til að hægt verði að prófa nýja boltann á mótum ungmenna í sumar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert