Ólafur lengur frá keppni

Ólafur Andrés Guðmundsson brýst í gegnum vörn Svía í Laugardalshöllinni …
Ólafur Andrés Guðmundsson brýst í gegnum vörn Svía í Laugardalshöllinni í síðasta mánuði. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ólafur Guðmundsson, landsliðsmaður í handknattleik og fyrirliði sænska meistaraliðsins Kristianstad, verður lengur frá keppni vegna meiðsla en reiknað hafði verið með.

Ólafur tognaði í magavöðvum í leik gegn Pick Szeged í Meistaradeild Evrópu 26. nóvember og hefur ekki spilað eftir það en hann var ekki með Kristianstad gegn Helsingborg í sænsku úrvalsdeildinni í gærkvöld.

Læknir Kristianstad, Markus Waldén, sagði við Kristianstadsbladet í gær að reikna mætti með því að Ólafur myndi ekki spila næstu tvær vikurnar hið minnsta. Leikið er mjög þétt í sænsku úrvalsdeildinni til áramóta en Kristianstad á eftir að spila fimm leiki til 29. desember. Þá tekur við undirbúningur landsliðanna en Ísland og Svíþjóð mætast einmitt í fyrsta leiknum í lokakeppni EM í Split í Króatíu 12. janúar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert