Sá fyrsti frá árinu 2012

Gísli Þorgeir Kristjánsson með treyju Kiel.
Gísli Þorgeir Kristjánsson með treyju Kiel. Ljósmynd/Kiel

FH-ingurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson verður fyrsti íslenski handknattleiksmaðurinn í sex ár til þess að fara frá íslensku félagsliði beint í efstudeildarlið í Þýskalandi.

Gísli skrifaði undir þriggja ára samning við THW Kiel á dögunum en gjörningurinn var opinberaður í gær. Þeir sem síðast fóru beint frá Íslandi í efstu voru einnig Hafnfirðingar, Ólafur Gústafsson, FH, sem fór til Flensburg og Stefán Rafn Sigurmannsson, Haukum, sem gekk til liðs við Rhein-Neckar Löwen.

Gísli Þorgeir verður þriðji íslenski handknattleiksmaðurinn til þess að leika með THW Kiel. Hinir eru Aron Pálmarsson sem var með Kiel frá 2009 til 2015 og Guðjón Valur Sigurðsson frá 2012 til 2014. Gísli Þorgeir mun verða undir stjórn Alfreðs Gíslasonar á síðasta tímabili hans sem þjálfari Kiel. Alfreð, sem tók við þjálfun Kiel sumarið 2008, hefur ákveðið að hætta þegar núverandi samningur hans við félagið rennur út um mitt ár 2019.

„Það verður frábært að fá að vera undir stjórn Alfreðs þótt það verði ekki nema þetta eina ár. Ég ber gríðarlega virðingu fyrir honum og það verður gott að fá ráð hjá honum,“ sagði Gísli Þorgeir í viðtali sem birtist á mbl.is í gær.

Fimmti Íslendingurinn sem komið hefur við sögu hjá Kiel er Jóhann Ingi Gunnarsson. Hann var þjálfari liðsins frá 1982 til 1986. Þess má til gamans og fróðleiks geta að Kiel bar víurnar í Guðjón Magnússon í janúar 1977 þegar hann sagði sig frá samningi við Lugi í Svíþjóð. Guðjón ákvað að ganga frekar til liðs við Hamburger SV og leika með liðinu fram á vor. Undir lok leiktíðarinnar um vorið sýndi Kiel Guðjóni og Einari Magnússyni áhuga. Guðjón ákvað hinsvegar að fara til Svíþjóðar til náms og leika með Göta. Einar skipti hinsvegar yfir til Hannover. Kiel var á þessum árum ekki það stórveldi á handknattleikssviðinu sem það síðar varð en átti engu að síður sæti í efstu deild.

Sjá alla greinina í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert