Nora Mørk krefst 28 milljóna

Nora Mørk.
Nora Mørk. AFP

Nora Mørk, ein besta handboltakona heims, krefst þess að 15 menn sem brutust í síma hennar í síðasta mánuði og dreifðu viðkvæmum myndum greiði henni 150.000 norskar krónur eða 1,9 milljónir íslenskra króna hver, alls rúmlega 28 milljónir króna. 

„Þetta var harka­leg árás á einka­líf mitt þar sem per­sónu­leg­um og viðkvæm­um mynd­um af mér var stolið úr síma mínum og deilt á ver­ald­ar­vefn­um. Þetta hafði að sjálf­sögðu mik­il áhrif á mig. Ég var fyr­ir þetta lífs­glöð og hress, en þess í stað á ég erfitt með að horfa fram­an í dag­inn þessa stund­ina. Ég er staðráðin í að reyna að kom­ast aft­ur í dag­lega rútínu,“ sagði Mørk um málið í sam­tali við TV2.

Mørk spilar undir stjórn Þóris Hergeirssonar hjá norska landsliðinu og Györ í Ungverjalandi. Hún verður í eldlínunni í kvöld er Noregur mætir Spáni í 16-liða úrslitum HM. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert