Dansa þær aftur í kvöld? (myndskeið)

Svíar fagna sigrinum á Slóvenum í 16 liða úrslitunum.
Svíar fagna sigrinum á Slóvenum í 16 liða úrslitunum. AFP

Svíþjóð og Danmörk mætast í grannaslag í Þýskalandi í dag í 8 liða úrslitum heimsmeistaramóts kvenna í handbolta, kl. 16.30 að íslenskum tíma.

Þær sænsku unnu Slóvena í 16 liða úrslitum af miklu öryggi, 33:21, og fögnuðu sigrinum innilega. Svíarnir hafa birt myndband af sigurdansi sínum í búningsklefanum og af honum að dæma vantar ekkert upp á samhæfinguna í liðinu, fyrir leikinn erfiða við Danmörku, en sjá má dansinn hér að neðan.

Johanna Westberg, leikmaður sænska landsliðsins, leikur með Nykøbing Falster í Danmörku og býst við hörkuleik í dag:

„Ég mæti þessum leikmönnum í hverri viku í deildinni og ég veit að það vilja allar vinna þennan leik – sama hvað það kostar. Ég held að þetta geti orðið svolítið gróft inni á vellinum, með mörgum litlum bardögum,“ sagði Westberg við Expressen.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert