Mætast í þriðja sinn með landslið

Dagur Sigurðsson og Guðmundur Þ. Guðmundsson mættust á HM 2015 …
Dagur Sigurðsson og Guðmundur Þ. Guðmundsson mættust á HM 2015 í Katar. mbl.is/Golli

Dagur Sigurðsson og Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfarar í handbolta, munu leiða saman hesta sína í Tókíó í janúar í tveimur leikjum til undirbúnings fyrir Asíumótið. Dagur stýrir Japan en Guðmundur liði Barein.

Dagur og Guðmundur hafa áður mæst sem landsliðsþjálfarar, fyrst þegar Dagur stýrði Austurríki en Guðmundur Íslandi, og svo þegar Dagur stýrði Þýskalandi en Guðmundur Danmörku. Þá hafa þeir einnig mæst í þýsku 1. deildinni. 

Asíumótið hefst 18. janúar í Suður-Kóreu en þar munu Dagur og Guðmundur freista þess að koma liðum sínum í eitt af fjórum efstu sætunum og þar með í lokakeppni HM 2019.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert