Pétur frá keppni fram í lok febrúar

Pétur Júníusson, leikmaður Aftureldingar, fór í gær í aðra aðgerð …
Pétur Júníusson, leikmaður Aftureldingar, fór í gær í aðra aðgerð á hné á þessu ári. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Handknattleiksmaðurinn Pétur Júníusson gekkst undir aðgerð á hné í gær þar sem gert var við liðþófa og brjóskskemmdir. Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, reiknar ekki með að Pétur verða klár í slaginn með Aftureldingu fyrr en í lok febrúar eða í byrjun mars. Sjálfur vonast Pétur til að mæta á völlinn á nýjan leik um miðjan febrúar. 

Þetta er í annað sinn á árinu sem Pétur fer í aðgerð á hné en hann hefur verið afar óheppinn með meiðsli síðustu tvö árin eða nánast frá því að hann fékk með tækifæri með íslenska landsliðinu á æfingamóti í Noregi undir lok árs 2015. 

Pétur hefur verið á leikskýrslu hjá Aftureldingu í átta af 13 leikjum í Olísdeildinni á þessari leiktíð en lítið komið við sögu í flestum leikjanna átta og til að mynda ekki skorað mark. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert