15 íslensk mörk í dönskum slag

Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði sjö mörk í kvöld.
Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði sjö mörk í kvöld. Ljósmynd/Ole Nielsen

Århus hafði betur gegn Kolding, 28:25, á útivelli í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Alls tóku fjórir Íslendingar þátt í leiknum og skoruðu þeir 15 mörk.

Sigvaldi Guðjónsson skoraði mest þeirra eða sjö mörk fyrir Århus, Róbert Gunnarsson bætti við þremur mörkum og Ómar Ingi Magnússon tveimur í viðbót. Ólafur Gústafsson skoraði tvö mörk fyrir Kolding. Tandri Már Konráðsson komst ekki á blað hjá Skjern í 33:29-sigri. 

Skjern er á toppi deildarinnar með 26 stig, Århus í 7. sæti með 15 stig og Kolding í sæti neðar, einnig með 15 stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert