Mætir Þróttur til leiks gegn Þrótti?

Freyr Brynjarsson.
Freyr Brynjarsson. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Ekki virðist vera öruggt að Þróttur úr Vogum, sem skipað er þekktum kempum, geti náð í lið þegar liðið á að mæta Þrótti Reykjavík á morgun í 16-liða úrslitum Coca Cola bikarkeppni karla í handbolta. 

Njarðvíkingurinn Freyr Brynjarsson sem gerði það gott með Val og Haukum á árum áður er einn leikmanna Þrótts úr Vogum. Hann gefur í skyn á Twitter að erfitt sé að ná í lið þar sem margir liðsmenn séu uppteknir. Uppistaðan í Þrótti Vogum eru fyrrverandi leikmenn sem eiga aðkomu að ýmsum liðum í bikarkeppninni, til dæmis sem þjálfarar. 

Í frétt á netmiðlinum Sport.is er raunar fullyrt að Þróttur úr Vogum tekið þá ákvörðun að mæta ekki til leiks en ekki kemur fram hvaðan miðillinn hefur það eftir forráðamönnum liðsins. 

Freyr segir að Þróttur úr Vogum hafi reynt að fá leikinn á dagskrá mánudaginn 18. desember en því hafi verið hafnað. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert