Selfoss gerði góða ferð til Akureyrar

Herger Grímsson finnur glufu á vörn KA í kvöld. Hann …
Herger Grímsson finnur glufu á vörn KA í kvöld. Hann skoraði fjögur mörk. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Selfoss er komið áfram í 8-liða úrslit Coca-Cola-bikar karla í handbolta eftir 29:22-sigur á KA á Akureyri í kvöld. Staðan í hálfleik var 16:12, Selfossi í vil. 

Haukur Þrastarson skoraði átta mörk fyrir Selfoss og Árni Steinn Steinþórsson og Einar Sverrisson gerði sex mörk hvor. Dagur Gautason, Áki Egilsnes og Sigþór Árni Heimisson skoruðu fjögur mörk hver fyrir KA. 

FH er einnig komið áfram eftir 37:25-stórsigur á 1. deildarliði HK í Kópavoginum. Staðan í hálfleik var 19:13 og sigurinn aldrei í mikilli hættu. 

Ísak Rafnsson skoraði átta mörk fyrir FH, Ágúst Birgisson sjö og Óðinn Ríkharðsson sex. Kristófer Dagur Sigurðsson skoraði sex mörk fyrir HK.

Í Grafarvogi vann ÍBV öruggan 31:23-sigur á Fjölni. ÍBV var yfir allan leikinn og var staðan 20:12 í hálfleik. Theodór Sigurbjörnsson skoraði átta mörk fyrir ÍBV og Róbert Aron Hostert bætti við sjö mörkum. Brynjar Loftsson skoraði átta fyrir Fjölni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert