Björgvin Páll lék baráttuglaða ÍR-inga grátt

Björgvin Páll Gústavsson, Haukum, var öflugur í rammanum í gegn …
Björgvin Páll Gústavsson, Haukum, var öflugur í rammanum í gegn ÍR-ingum. Haraldur Jónasson / Hari

„Það skiptir öllu máli að komast áfram í bikarkeppninni. Þetta var leikur sem við urðum að vinna,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, sigurreifur eftir sigurinn á ÍR, 25:23, í 16-liða úrslitum Coca Cola-bikarsins í handknattleik karla í Schenker-höllinni á Ásvöllum í gærkvöld.

Haukar geta fyrst og fremst þakkað Björgvini Páli Gústavssyni, markverði fyrir sigurinn. Hann fór á kostum í leiknum og sá til þess að ÍR-ingar komust aldrei yfir eftir upphafskaflann þar sem ÍR-liðið skoraði þrjú af fyrstu fjórum mörkum leiksins. Haukar svöruðu með fjórum mörkum í röð og voru með yfirhöndina það sem eftir var. Í hálfleik var forskot heimamanna þrjú mörk, 12:9.

Leikmenn ÍR börðust eins og ljón allan leikinn, jafnt í vörn sem sókn, og hefðu að öllum líkindum farið með sigur úr býtum ef Björgvin Páll hefði ekki reynst þeim erfiður ljár í þúfu. Björgvin Páll varði 19 skot, mörg úr opnum færum. Í þau þrjú skipti í síðari hálfleik sem ÍR-ingar náðu að minnka muninn niður í eitt mark kom Björgvin Páll í veg fyrir að gestirnir jöfnuðu metin.

Sjá umfjöllunina um bikarkeppni karla í heild sinni í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert