Kynslóðaskiptin halda áfram

Valsarinn ungi, Ýmir Örn Gíslason er í landsliðshópnum.
Valsarinn ungi, Ýmir Örn Gíslason er í landsliðshópnum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ekkert hik er á Geir Sveinssyni, landsliðsþjálfara í handknattleik karla. Hann tilkynnti í gær hvaða sextán leikmenn hann ætlar að taka með sér á Evrópumeistaramótið sem hefst í Króatíu 12. janúar.

Satt að segja kemur fátt á óvart í vali Geirs á leikmönnunum 16. Af þeim voru 14 í 16 manna liði sem velt var upp í grein á þessum síðum í byrjun nóvember.

Helst kemur á óvart að Arnór Atlason er í hópnum. Arnór var ekki með í leikjum við Svía í október og hefur auk þess ekki leikið mikið með danska meistaraliðinu Aalborg síðustu vikur vegna meiðsla. Geir treystir hinsvegar á reynslu Arnórs sem hefur verið einn traustasti leikmaður íslenska landsliðsins um langt árabil. Með Arnóri í miðjustöðunni verður Janus Daði Smárason sem jafnt og þétt hefur verið að festa sig í sessi sem aðalleikstjórnandi landsliðsins.

Kári Kristján Kristjánsson kemur inn í landsliðshópinn á ný. Hann hefur leikið vel með ÍBV upp á síðkastið eftir að hafa nánast verið afskrifaður eftir landsleiki síðasta vor. Arnar Freyr Arnarsson er hinn línumaður landsins. Arnar Freyr er að yngri kynslóðinni. Vegur hans hefur aukist jafnt og þétt síðasta árið, bæði með landsliðinu og sænska meistaraliðinu Kristianstad.

Sjá fréttaskýringu Ívars Benediktssonar í heild sinni í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert