Aðveldur sigur ÍBV gegn Gróttu

Sigurbergur Sveinsson er lykilmaður í liði ÍBV.
Sigurbergur Sveinsson er lykilmaður í liði ÍBV. Ljósmynd/Sigfús Gunnar Guðmundsson

Eyjamenn áttu ekki í vandræðum með að innbyrða stigin tvö þegar þeir mættu Gróttu í Olís-deild karla í handknattleik í Vestmannaeyjum í dag. ÍBV fagnaði átta marka sigri, 33:25.

Eftir jafnar upphafsmínútur tóku Eyjamenn öll völd í leiknum og segja má að þeir hafi gert út um leikinn í fyrri hálfleik en eftir hann var staðan 18:10. ÍBV náði mest tólf marka forskoti í byrjun síðari hálfleiks og eftir það var aðeins spurning hversu stór sigur heimamanna yrði.

Theodór Sigurbjörnsson og Sigurbergur Sveinsson skoruðu átta mörk hvor fyrir Eyjamenn og Aron Rafn Eðvarsson varði 17 skot í markinu. Júlíus Þórir Stefánsson var atkvæðamestur í liði Seltirninga en hann skoraði níu mörk og þá varði Hreiðar Levý Guðmundsson 16 skot í marki Gróttumanna.

ÍBV 33:25 Grótta opna loka
60. mín. Friðrik Hólm Jónsson (ÍBV) skoraði mark Dagur hoppaði í átt að markinu í hraðaupphlaupi en gaf á Friðrik, fallegt.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert