Holland hafði betur um bronsið

Hollensku landsliðskonurnar Nycke Groot og Yvette Broch fagna marki í …
Hollensku landsliðskonurnar Nycke Groot og Yvette Broch fagna marki í dag. AFP

Hollendingar unnu til bronsverðlauna á heimsmeistaramótinu í handknattleik kvenna eftir sigur á Svíþjóð í miklum baráttuleik í Hamborg í dag þar sem lokatölur urðu 24:21.

Hollendingar réðu lögum og lofum í fyrri hálfleik og voru eftir hann sex mörkum yfir, 14:8.

Þær sænsku komu hins vegar sterkari til leiks í síðari hálfleik og breyttu stöðunni úr 16:9 Hollendingum í vil í 16:16.

Eftir það tók við hörkuspennandi leikur en þegar örfáar mínútur voru eftir var staðan jöfn, 19:19. Holland var hins vegara sterkara á lokasprettinum og vann sigur.

Það var hart barist í leiknum. Hér er hin sænska …
Það var hart barist í leiknum. Hér er hin sænska Ulrika Toft Hansen í harðri baráttu við varnarmenn Hollands, Kelly Dulfer, Danick Snelder og Laura van der Heijden . AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert