Stjarnan fór illa með Gróttu

Lovísa Thompson brýst í gegnum vörn Stjörnunnar í kvöld.
Lovísa Thompson brýst í gegnum vörn Stjörnunnar í kvöld. mbl.is/Hari

Stjarnan vann gríðarlega öruggan 37:23-sigur á botnliði Gróttu í Olísdeild kvenna í handbolta í dag.

Stjarnan byrjaði betur og komst í 3:1 í upphafi leiks. Eftir það bætti Stjarnan hægt og örugglega í forskotið og var það komið upp í sex mörk er hálfleikurinn var á enda, 19:13. Þórhildur Gunnarsdóttir skoraði sex mörk í hálfleiknum og gekk varnarmönnum Gróttu illa að loka á hana á línunni.

Sem fyrr var það Lovísa Thompson sem var allt í öllu í sóknarleik Gróttu. Hún skoraði fimm mörk í hálfleiknum, þrátt fyrir að vera tekin úr umferð síðari hluta hans. Auk þess lagði hún upp fjölmörg mörk á liðsfélaga sína.

Lovísa var tekin úr umferð frá upphafi í síðari hálfleik og náði Stjarnan fljótlega ellefu marka forystu, 27:16. Stjarnan skoraði m.a fjögur mörk á rétt rúmlega mínútu, öll úr hraðaupphlaupum. Staðan var orðin 32:18, þegar seinni hálfleikur var hálfnaður. Síðasta korterið var algjört formsatriði fyrir Stjörnuna.

Stjarnan 37:23 Grótta opna loka
60. mín. Leik lokið Það var aldrei spurning hvort liðið myndi vinna í kvöld.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert