Sigurmark Óðins á síðustu sekúndunni

Gísli Þorgeir Kristjánsson reynir að sækja á vörn Hauka í …
Gísli Þorgeir Kristjánsson reynir að sækja á vörn Hauka í kvöld en Heimir Óli Heimisson er til varnar. mbl.is/Árni Sæberg

FH verður með þriggja stiga forskot á toppi Olísdeildar karla í handbolta um jólin eftir 30:29-sigur á grönnum sínum í Haukum í stórskemmtilegum og kaflaskiptum leik. FH skoraði sigurmarkið, sekúndu fyrir leikslok. 

Fyrri hálfleikurinn var jafn og spennandi allan tímann, en FH yfirleitt skrefinu á undan. Haukar komust einu sinni yfir í hálfleiknum í stöðunni 4:3. Annars var FH 1-2 mörkum yfir allan hálfleikinn á milli þess að staðan var jöfn.

Landsliðsmarkmenn beggja liða voru að standa fyrir sínu þó vörnin fyrir framan þá var misgóð. Þegar uppi var staðið var staðan 14:14 í hálfleik í býsna áhugaverðum leik.

Liðin skoruðu sitt hvort markið í byrjun hálfleiksins en í stöðunni 15:15 skoruðu Haukar fimm mörk í röð og komust í 20:15. Haukar komust svo sex mörkum yfir stuttu síðar, 22:16, en þá skoraði FH sjö mörk í röð og breytti stöðunni í 23:22 í ótrúlegum seinni hálfleik.

Þegar átta mínútur til leiksloka jafnaði Leonharð Þorgeir Harðarson í 26:26 og stefndi í æsispennandi lokamínútur. FH var með 29:27-forystu þegar þrjár mínútur voru til leiksloka en þá skoruðu Haukar tvö í röð, það síðara 20 sekúndum fyrir leikslok. FH-ingar áttu hins vegar lokaorðið því Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði sigurmarkið, einni sekúndu fyrir leikslsok og þar við sat. 

FH 30:29 Haukar opna loka
60. mín. Daníel Þór Ingason (Haukar) skoraði mark 20 sekúndur eftir fyrir FH að tryggja sér sigur.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert