Við mættum og slátruðum þeim

Aron Pálmarsson með boltann í dag.
Aron Pálmarsson með boltann í dag. AFP

Aron Pálmarsson, landsliðsmaður í handbolta, var skiljanlega hæstánægður með 34:23-stórsigur á Rússum á EM í dag, en leikið var í Malmö. Ísland er með fullt hús stiga eftir tvo leiki í E-riðli, en íslenska liðið vann Danmörku í fyrsta leik. 

„Ég er hrikalega ánægður með hvernig við komum inn í þennan leik. Við höfum verið í þessari stöðu áður og klúðrað því en við sýndum í dag að við erum alvörulið og látum ekki svona tal skemma andlegu hliðina hjá okkur. Við mættum í dag og slátruðum þeim,“ sagði Aron í samtali við RÚV eftir leik. 

Hann var sérstaklega ánægður með andlegu hliðina hjá íslenska liðinu, en Ísland hefur áður unnið fyrsta leik og síðan gefið eftir í næstu tveimur leikjum. 

„Við sýndum í síðasta leik hvað við getum í handbolta. Það er erfitt að eiga stjörnuleik eftir stjörnuleik. Það krefst aga og sjálfstjórnar og mér fannst við gera það frábærlega í dag. Við komum inn í þetta í dag, þeir áttu aldrei möguleika. Þetta var þægilegt allan tímann.

Við sýndum í dag að við getum unnið úr svona stöðu og við förum að sjálfsögðu inn í Ungverjaleikinn til að vinna hann,“ sagði Aron við RÚV. Ísland mætir Ungverjalandi í lokaleik sínum í riðlinum á miðvikudaginn kemur. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert