Allt klárt fyrir klára

Landsmót hestamanna hefst í dag
Landsmót hestamanna hefst í dag

„Hér stirnir á gæðingana í sólinni. Þar sem hestamenn koma saman, þar er sól – ef ekki á lofti þá í sinni,“ segir Telma Tómasson, upplýsingafulltrúi Landsmóts hestamanna 2008, en mótið hefst í dag og stendur fram á sunnudag. Telma segir að þegar sé komin gríðarleg stemning, allt sé klappað og klárt á mótssvæðinu og tjaldborgir risnar upp.

Sjálfur Orri mætir

Rúmlega þúsund hestar verða sýndir á Hellu, í gæðinga- og kynbótakeppni, og segir Telma mikinn hug í keppendum og mótshöldurum enda stefnt að glæsilegasta landsmóti sem haldið hafi verið. Þegar á laugardag voru komnir um þúsund manns á svæðið en búist er við allt að 15 þúsundum. Stífar æfingar knapa fóru fram um helgina á völlunum.

Mikið verður um dýrðir á Gaddstaðaflötum. Hægt verður að berja augum besta hestakost landsins og auk þess kemur hinn kunni stóðhestur Orri frá Þúfu í heimsókn í svonefnt Hestatorg ásamt einu afkvæma sinna, Þorra. Fyrstu dagana fara fram dómar kynbótahrossa og forkeppni í gæðingaflokkum. Mótssetning verður á fimmtudaginn og fer þá að draga verulega til tíðinda.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert