Markús vinsælastur fyrir norðan

Markús ásamt ræktanda, fulltrúa Fáks og Kristni Guðnasyni, formanni félags …
Markús ásamt ræktanda, fulltrúa Fáks og Kristni Guðnasyni, formanni félags hrossabænda. mbl.is/Styrmir Kári

Annar í heiðursverðlaunum er Orrasonurinn Markús frá Langholtsparti undan Von frá Bjarnastöðum. Markús er með 121 stig í aðaleinkunn. Undan honum eru skráð 404 afkvæmi og af þeim hafa 69 komið til dóms. Markús er með 8,36 í aðaleinkunn kynbótadóms, þar af 8,61 fyrir hæfileika. Hann var eftirminnilegur á LM2000 í Reykjavík þar sem hann vann B-flokk gæðinga.

„Búið að vera nokkuð að gera hjá honum og er enn að bætast í hópinn. Það hefur verið sveiflukennd notkun á honum í gegnum árin en við höfum aldrei kvartað. Eftir árið 2000 var mjög mikið að gera hjá honum en síðan þarf alltaf að minna á þessa hesta. Svo er hann alltaf vinsælastur fyrir norðan, þar hafa líka komið gríðargóð afkvæmi undan honum þar,“ segir Ásta Lára Sigurðardóttir eigandi og ræktandi Markúsar ásamt manni sínum Kjartani Kjartanssyni.

Markús frá Langholtsparti með afkvæmum við verðlaunaafhendinguna á LM2012.
Markús frá Langholtsparti með afkvæmum við verðlaunaafhendinguna á LM2012. mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert