Hvað ungur nemur, gamall temur

Yngsta kynslóð hestamanna í hestamannafélaginu Fáki naut leiðsagnar hins gamalreynda Sigurbjörns Bárðarsonar sem fór yfir helstu atriði sem þarf að huga að þegar keppt er á stóru móti eins og Landsmóti. Fyrst æfðu knapar sig á Hvammsvellinum og kom Sigurbjörn með góðar ábendingar. Að því loknu hittust allir í félagsheimilinu og farið var yfir allt sem viðkemur því að fara að keppa á stórmóti, eins og t.d. mataræði, hvíld, umhirðu hrossa, vonir, væntingar, viðbrögð, samstöðu, liðsheild, upplifun keppenda/aðstandenda, skipulag og margt fleira. Sigurbjörn leggur þó ríka áherslu á að ekki megi gleyma því að hafa gaman af þessu öllu saman.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert