„Halda áfram að hafa gaman”

Dagmar Öder Einarsdóttir og Glóey frá Halakoti nýbúnar að keppa.
Dagmar Öder Einarsdóttir og Glóey frá Halakoti nýbúnar að keppa. mbl.is/Þórunn

„Ég ætla að halda áfram að hafa gaman svo kemur í ljós hvar ég enda,” segir Dagmar Öder Einarsdóttir en hún er efst inn í A-úrslit í ungmennaflokki á hryssunni Glóey frá Halakoti með einkunnina 8,66. Með sömu einkunn en örlítið lægri á aukastöfum er Gústaf Ásgeir Hinriksson og Póstur frá Litla-Dal.  

Dagmar segir af hógværð að árangurinn hafi komið sér töluvert á óvart. Ástæðan er sú að hún segir hryssuna mun sterkari í íþróttakeppni en í gæðingakeppni. Eftir Landmót skilja leiðir þeirra Dagmarar og Glóeyjar en merin er seld og fer úr landi fljótlega eftir mót.

Móðir Dagmarar, Svanhvít Kristjánsdóttir, keppti á bróður Glóeyjar, Glóinn frá Halakoti á Landsmótinu í B-flokki og fékk 8,54 í einkunn í milliriðli á Landsmótinu í gær.

Þess má geta að Glóey á fleiri systkini sem hafa gert það gott á keppnis- og kynbótabrautinni. Það eru m.a. Glóðafeykir frá Halakoti sem sigraði B-flokkinn á Landsmóti í Reykjavík árið 2012 með eftirminnilegum hætti. Knapi var Einar Öder Magnússon, heitinn, faðir Dagmarar. Þá var Glódís frá Halakoti í 7. sæti á síðasta Landsmóti á Hellu í B-flokki en knapi var Svanhvít. Gæðingamóðir þessara hrossa og fleiri til er Glóð frá Grjóteyri.

Hér má sjá niðurstöður úr milliriðlum í ungmennaflokk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert