Kynntist íslenska hestinum 1959

Ursula Beck ásamt manni sínum heitnum Claus Beck í einni …
Ursula Beck ásamt manni sínum heitnum Claus Beck í einni Íslandsferð sinni.

Fáir útlendingar þekkja íslenska hestinn betur en Þjóðverjinn Ursula Becker. Hún kynntist íslenska hestinum árið 1959 þegar hún var beðin um að taka viðtal við mann sem átti íslenskan smáhest. Hún hitti Claus Becker, heillaðist af manninum og hestinum svo mikið að hún hætti sem blaðamaður og varð hestakona. Hún er hvað frægust fyrir að fara þvert yfir Bandaríkin frá New York til Sacramento á íslenskum hesti árið 1976 í því sem kallaðist The Great American Horse Race. Þar öttu kappi fjölmargir hestar frá öllum heimshornum en íslenski hesturinn kom fyrstur í mark og blés varla úr nös, að sögn Becker.

Í dag er hún 75 ára og stefnir á að koma á Landsmótið en hún hefur varla misst af Landsmótum síðustu áratugi. „Ertu frá Morgunblaðinu. Ég reyni stundum að lesa það. Ef ég á að vera hreinskilin þá gengur það mjög illa,“ er það fyrsta sem hún segir.

„Ég kynntist íslenska hestinum árið 1959. Ég var blaðamaður og ritstjórinn minn kom til mín einn daginn og sagði mér að skrifa grein um þessa fyndnu litlu hesta sem væru komnir við Saarbrücken. Ég talaði þar við ungan mann sem átti þessa hesta og ég heillaðist af honum. Giftist honum svo síðar og ég hef verið á kafi í hestamennsku síðan,“ segir hún og hlær.

Hún segir að tvennt hafi heillað hana þegar hún sá og hitti íslenska hestinn í fyrsta sinn. „Þarna fann ég hest sem annars vegar uppfyllti íþróttahugsjón mína (sporty wishes) og hins vegar hvað geðslag hans var einstakt. Þetta var hestur sem hentaði fólki sem hafði nóg fyrir stafni. Ef maður fór eitthvað í tvær vikur eða jafnvel fimm en passaði að væri litið eftir hestinum og hann hafi nóg að bíta og brenna og hafði félagsskap, þá væri hægt að koma jafnvel eftir hálft ár og setja hnakkinn á og fara út að ríða eins og ekkert hefði ískorist. Það er ekkert hægt við neina aðra hesta sem ég hef kynnst í gegnum ævina og hef ég kynnst ansi mörgum.“

65 þúsund íslenskir hestar í Þýskalandi

Ursula kom fyrst til Íslands árið 1965 og ætlar ekki að missa af Landsmótinu á Hólum. Hún hefur reyndar ekki misst af landsmóti í meira en tvo áratugi. „Ég hef séð breytinguna sem er að verða á íslensku samfélagi. Breytingarnar eru að verða svolítið hraðar. Núna eru þið til dæmis fótboltaþjóð gæti ég trúað. Það eru margir hér í Þýskalandi sem eiga íslenskan hest og hafa tengingu við Ísland. Þeir spenna allir greipar og halda með Íslandi.“

Ursula rekur 15 reiðskóla í Þýskalandi sem hún segir að séu nauðsynlegir til að viðhalda þýsk-íslenska heststofninum sem telji um 65.000 hross. „Claus sagði einu sinni; Ef þú ætlar að selja bíla verðurðu að kenna fólki að keyra þá. Ef þú ætlar að selja hesta þá verðurðu að kenna fólki að sitja þá og sjá um þá. Þess vegna byrjuðum við. Það eru núna um 65 þúsund íslensk hross í Þýskalandi en fyrst komu fimm íslensk hross til Þýskalands. Frumkvöðullinn Gunnar Björnsson sannfærði alla hér um að þetta væri góð hugmynd. Hann var frábær sendiherra fyrir hestinn og byrjaði þetta allt.“ 

Ursula í Morgunblaðinu árið 1969 en fréttin var um íslenska …
Ursula í Morgunblaðinu árið 1969 en fréttin var um íslenska hestinn í Þýskalandi.
Íslenskir hestar á beit í þýskum haga.
Íslenskir hestar á beit í þýskum haga. Photographer: Gunther Kopp Germany
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert