„Eitt af því flottasta“

mbl.is/Þórunn

Á sjöunda þúsund manns eru saman komin á Landsmótinu. „Við erum mjög ánægð með mótsgesti. Fólk gengur vel um og þetta gengur vel,“ segir Eyþór Jón Gíslason mótsstjóri Landsmóts. Stöðugur straumur fólks er á svæðið og segist Eyþór búast við talsverðum fjölda til viðbótar á svæðið þegar líður á daginn. Tveir dagar eru eftir af mótinu og á dagskrá í dag eru m.a. B-úrslit í flestum greinum og A-úrslit í tölti. Flestir landsmótsgestir sem blaðamaður hefur tekið tali láta vel af svæðinu, bæði hestakosti og aðstöðunni á Hólum í Hjaltadal.

„Þetta er eitt af því flottasta sem ég hef séð,” segir Árni Sigfús Birgisson spurður um mótssvæðið. Herdís Rútsdóttir tekur í sama streng „það er stutt í allt. Hesthúsaðstaðan er góð og svo er frábært að aðstaðan getur nýst Hólaskóla áfram,” segir hún. Þau benda bæði á að það sem standi upp úr á mótinu eru ótrúlega góð hross í öllum flokkum. Gæðingakeppnin og töltkeppnin hafi verið sterk. 

Árni Sigfús Birgisson og Herdís Rútsdóttir láta vel af mótinu.
Árni Sigfús Birgisson og Herdís Rútsdóttir láta vel af mótinu. mbl.is/Þórunn
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert