Sjens er „úrvalshestur“

Kristján Árni Birgisson á stökki á hestinum Sjéns frá Bringu. …
Kristján Árni Birgisson á stökki á hestinum Sjéns frá Bringu. Þeir unnu barnaflokkinn á landsmóti. Ljósmyndari/Guðrún Hulda Pálsdóttir

„Þetta er úrvalshestur með frábærar gangtegundir,“ segir Kristján Árni Birgisson um hestinn Sjens frá Bringu. Kristján Árni vann barnaflokkinn með einkunnina 8,95. Hann hefur stundað hestamennsku frá því hann man eftir sér en meira síðustu fjögur árin, að eigin sögn.

Kristján Árni er 12 ára gamall og var eini strákurinn í A-úrslitunum og skaut hann því stelpunum ref fyrir rass.   

Barnaflokkur A-úrslit
Sæti Keppandi 

1 Kristján Árni Birgisson / Sjens frá Bringu 8,95
2 Signý Sól Snorradóttir / Rafn frá Melabergi 8,79
3 Júlía Kristín Pálsdóttir / Kjarval frá Blönduósi 8,77
4 Glódís Líf Gunnarsdóttir / Magni frá Spágilsstöðum 8,72
5 Guðný Dís Jónsdóttir / Roði frá Margrétarhofi 8,72
6 Eygló Hildur Ásgeirsdóttir / Glaður frá Kjarnholtum I 8,71
7 Védís Huld Sigurðardóttir / Baldvin frá Stangarholti 8,69
8 Sigrún Högna Tómasdóttir / Heljar frá Þjóðólfshaga 1 8,63

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert