Spáð að McClaren verði landsliðsþjálfari Englands

Steve McClaren.
Steve McClaren. AP

Bresk blöð spá því í dag að Steve McClaren, knattspyrnustjóri Middlesbrough, verði ráðinn landsliðsþjálfari Englands í knattspyrnu í vikunni. Stjórn enska knattspyrnusambandsins mun koma saman á fimmtudag og er talið að stjórnarmenn verði þar beðnir um að staðfesta ráðningu McClarens.

Fréttir voru um það í síðustu viku, að Portúgalinn Luiz Felipe Scolari væri líklegur eftirmaður Svíans Sven-Göran Erikssons, sem hættir eftir heimsmeistaramótið í knattspyrnu en Scolari lýsti því yfir að hann hefði ekki áhuga. Þá hafa Sam Allardyce, Alan Curbishley og Martin O'Neill einnig verið nefndir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert