Messi: England í hópi þriggja sigurstranglegustu

Messi á æfingu argentínska landsliðsins undir stjórn Diego Maradona.
Messi á æfingu argentínska landsliðsins undir stjórn Diego Maradona. Reuters

Argentínski töframaðurinn Lionel Messi, leikmaður Spánarmeistara Barcelona, segir að Englendingar eigi góða möguleika á að vinna heimsmeistaramótið í knattspyrnu sem hefst í Suður-Afríku í næsta mánuði.

,,Eins og staðan er í dag þá tel ég að sterkustu liðin sé Spánn, England og Brasilía og þau eru sigurstranglegust,“ sagði Messi í viðtali við bandarísku sjónvarpsstöðina CNN.

Messi vonast til þess að Argentínumenn blandi sér í baráttuna um heimsmeistaratitilinn en margir hafa haldið því fram að hann hafi ekki náð að sýna sínar bestu hliðar þegar hann leikur í búningi Argentínu.

,,Fólk hefur sínar skoðanir og ég virði þær. Ég er fyrsti maðurinn sem vill gera vel með landsliði mínu og framkvæma hlutina eins og ég geri með Barcelona. Ég veit að þessi keppni er gott tækifæri fyrir mig og ég mun reyna að gera mitt besta,“ sagði Messi.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert