Torres í byrjunarliði Spánverja

Fernando Torres vonsvikinn í leiknum við Sviss.
Fernando Torres vonsvikinn í leiknum við Sviss. Reuters

Fernando Torres fær tækifæri í byrjunarliði Evrópumeistara Spánverja í kvöld þegar þeir mæta Hondúras í H-riðlinum á HM í knattspyrnu í Jóhannesarborg.

Torres var á varamannabekknum en spilaði síðasta hálftímann þegar Spánverjar töpuðu óvænt fyrir Sviss, 0:1, síðasta miðvikudag. Hann  tekur stöðu David Silva í fremstu víglínu.

Vicente del Bosque, þjálfari Spánverja, gerir eina aðra breytingu á sínu liði. Andrés Iniesta hefur verið tæpur vegna meiðsla og hefur leik á varamannabekknum. Jesús Navas er í byrjunarliðinu í hans stað.

Spánn og Hondúras eru bæði án stiga en Chile er komið með 6 stig eftir sigur á Sviss fyrr í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert