Fabregas: Ekkert í hendi enn

Cesc Fabregas, til hægri, fagnar sigurmarkinu í kvöld ásamt David …
Cesc Fabregas, til hægri, fagnar sigurmarkinu í kvöld ásamt David Villa. Reuters

Cesc Fabregas, miðjumaður spænska landsliðsins í knattspyrnu, sagði eftir sigurinn á Paragvæ, 1:0, í undanúrslitum HM í kvöld að sigurinn væri vissulega sætur en ekkert væri í hendi enn.

Spánverjar eru komnir í undanúrslit í fyrsta skipti í 60 ár og mæta Þjóðverjum í undanúrslitum á miðvikudagskvöldið.

„Þetta er góð tilfinning en það er ekkert í hendi enn. Við vitum að það eitt að komast í undanúrslit hefur ekkert að segja þegar upp er staðið, ef maður kemst ekki í úrslitaleikinn sjálfan. Við erum ánægðir þar sem þetta var erfiður leikur en við viljum fyrst og fremst spila betur og fara áfram í úrslitaleikinn," sagði Fabregas við fréttamenn eftir leikinn.

Hann var varkár þegar talið barst að Þjóðverjum, andstæðingum Spánverja í undanúrslitunum. „Við horfðum á leikinn hjá þeim í dag og þeir spiluðu virkilega vel. Þeir verða afar erfiðir mótherjar, enda tvímælalaust með eitt albesta lið keppninnar. Við verðum einfaldlega að sýna okkar besta leik til þess að sigra þá," sagði Fabregas.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert