Kovac: Gætum alveg eins farið heim

Niko Kovac á hliðarlínunni í kvöld.
Niko Kovac á hliðarlínunni í kvöld. AFP

Niko Kovac, landsliðsþjálfari Króatíu, var ómyrkur í máli eftir 3:1 ósigurinn gegn gestgjöfum Brasilíu í opnunarleik heimsmeistaramótsins í kvöld.

Króatía komst yfir með sjálfsmarki Marcelo en Neymar svaraði með tveimur mörkum, það síðara úr vítaspyrnu eftir að Fred féll ansi auðveldlega eftir viðskipti við varnarmann. Kovac var aldeilis ekki sáttur við þann dóm.

„Ef þetta var víti þá getum við hætt að spila fótbolta. Spilum bara körfubolta í staðinn, þetta er mikil synd. Það hefur verið mikið talað um virðingu fyrir mótið en Króatía fékk enga. Við gætum alveg eins gefist upp núna og farið heim,“ sagði Kovac við fjölmiðla eftir leikinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert