Xavi á leiðinni til Katar?

Xavi á léttu spjalli við Vicente Del Bosque, landsliðsþjálfara Spánverja.
Xavi á léttu spjalli við Vicente Del Bosque, landsliðsþjálfara Spánverja. AFP

Spænskir  fjölmiðlar fullyrða að Xavi, hinn öflugi leikstjórnandi spænska landsliðsins í knattspyrnu og Barcelona, sé búinn að semja við Al-Saad í Katar um að ganga til liðs við félagið að heimsmeistarakeppninni lokinni.

Xavi, sem er 34 ára gamall, hefur verið í röðum Barcelona frá 11 ára aldri, spilað 723 mótsleiki með aðalliði félagsins og unnið allt sem hægt er að vinna með Barcelona og spænska landsliðinu.

Sagt er að samningur Xavi þar sé til þriggja ára og hann fái um 25 milljón evrur í sinn hlut, eða jafnvirði tæpra fjögurra milljarða króna.

Xavi er ásamt samherjum sínum í heimsmeistaraliði Spánar að jafna sig eftir skellinn gegn Hollendinum, 1:5, í fyrsta leik heimsmeistarakeppninnar í Brasilíu síðasta föstudagskvöld. Spánverjar mæta Síle á miðvikudaginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert