Klámsíða bannar klippur úr 7:1-leiknum

David Luiz og félagar eru aðhlátursefni eftir ósigurinn gegn Þjóðverjum.
David Luiz og félagar eru aðhlátursefni eftir ósigurinn gegn Þjóðverjum. AFP

Stórsigur Þjóðverja á gestgjöfum Brasilíu á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í gærkvöldi hefur ekki farið framhjá mörgum, en 7:1 sigur þeirra verður lengi í minnum hafður.

Það er svo að stór klámsíða hefur beðið notendur sína að hætta að uppfæra síðuna með myndbrotum úr leiknum, þar sem minnst er á hversu slæma útreið Brasilíumenn fengu af leikmönnum Þjóðverja. Grófar fyrirsagnir hversu illa Brassarnir voru leiknir fylgdu með myndbrotum, þá sérstaklega af slæmum varnarleik þeirra eins og lokatölurnar segja.

„Vinsamlegast ekki setja fleiri klippur úr leiknum á síðuna. Flokkurinn fyrir niðurlægingu á almannafæri er troðfullur hjá okkur,“ segir á Twitter-síðu þessarar umræddu fullorðinssíðu sem rataði fljótt í þýska fjölmiðla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert