Messi besti leikmaður HM

Lionel Messi tekur við verðlaunum sínum frá Sepp Blatter forseta …
Lionel Messi tekur við verðlaunum sínum frá Sepp Blatter forseta FIFA. Í forgrunni er hins vegar styttan sem Messi hefði heldur kosið. AFP

Argentínumaðurinn Lionel Messi var útnefndur besti leikmaður heimsmeistaramótsins í knattspyrnu í Brasilíu. Messi fékk verðlaunagripinn gullboltann að launum.

Verðlaunin hafa verið veitt frá því á HM 1978, en þá fékk samlandi Messi, Mario Kempes, gullboltann. Messi er þriðji Argentínumaðurinn til að vinna gullboltann á HM. Sá þriðji er Diego Maradona sem vann verðlaunin á HM 1986 í Mexíkó.

Lionel Messi skoraði 4 mörk á HM í Brasilíu og leiddi Argentínumenn alla leið í úrslit, þar sem Argentína tapaði svo fyrir Þýskalandi í kvöld, 1:0, eftir framlengdan leik.

Þjóðverjinn Thomas Müller varð annar í kjörinu og Hollendingurinn Arjen Robben þriðji.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert