Rodríguez markakóngur HM

James Rodríguez.
James Rodríguez. AFP

Kólumbíumaðurinn James Rodríguez stóð uppi sem markakóngur heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu í Brasilíu með 6 mörk, enda þótt lið hans hefði fallið út í átta liða úrslitum og spilað tveimur leikjum færra en fjögur efstu liðin.

Rodríguez vakti mikla athygli fyrir frammistöðu sína á HM og hann gerði mörkin 6 í fimm leikjum Kólumbíumanna. Hann lagði auk þess upp tvö mörk.

Thomas Müller varð annar með 5 mörk í sjö leikjum Þjóðverja og hann lagði upp 3 mörk.

Neymar skoraði 4 mörk í 5 leikjum með Brasilíumönnum og lagði upp eitt mark.

Robin van Persie skoraði 4 mörk í 6 leikjum með Hollendingum.

Lionel Messi skoraði 4 mörk í 7 leikjum með Argentínumönnum og lagði upp eitt mark.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert