Sabella: Strákarnir gáfu allt sitt

Alejandro Sabella athugar úrið sitt í úrslitaleiknum í kvöld þar …
Alejandro Sabella athugar úrið sitt í úrslitaleiknum í kvöld þar sem hans menn runnu út á tíma. AFP

Alejandro Sabella, landsliðsþjálfari Argentínu, var stoltur af liði sínu eftir 1:0-ósigurinn gegn Þýskalandi í úrslitaleik heimsmeistaramótsins í kvöld. Argentína fer því heim með silfurverðlaun af mótinu.

„Svona leikir eru gríðarlega jafnir og þegar þú gerir minnstu mistök er erfitt að snúa til baka. En almennt er ég mjög stoltur af strákunum mínum, þeir spiluðu frábærlega á þessu heimsmeistaramóti,“ sagði Sabella eftir að hafa tekið við silfurverðlaunum.

„Þetta var spennandi viðureign og strákarnir gáfu allt sitt fyrri argentínsku treyjuna. Þeir geta horft í spegilinn og vitað að þeir gáfu allt sitt. Ég vil óska leikmönnum mínum til hamingju fyrir þeirra framlag og vil einnig óska Þýskalandi til hamingju með sigurinn.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert