Þýskaland heimsmeistari í fjórða sinn

Þjóðverjar urðu í kvöld heimsmeistarar karla í knattspyrnu í fjórða sinn þegar Þýskaland vann 1:0-sigur á Argentínu eftir framlengdan leik. Mario Götze skoraði sigurmark leiksins á 113. mínútu. Markið var afar fallegt. Hann tók á móti fyrirgjöf frá André Schürrle á brjóstkassann og skoraði svo með fínu skoti í fjærhornið með vinstri fæti.

Götze hafði komið inn á sem varamaður fyrir Miroslav Klose, markahæsta leikmann HM frá upphafi, þegar Klose fékk heiðursskiptingu á lokamínútum venjulegs leiktíma.

Þýskaland varð þar með heimsmeistari í fyrsta sinn frá árinu 1990, en Vestur-Þýskaland vann HM einnig árin 1954 og 1974.

Fylgst var með leiknum í máli og myndum hér á mbl.is í kvöld undir HM Í BEINNI.

Philip Lahm fyrirliði Þýskalands hefur verðlaunagrip HM á loft.
Philip Lahm fyrirliði Þýskalands hefur verðlaunagrip HM á loft. AFP
Philip Lahm fyrirliði Þýskalands með verðlaunagrip HM 2014.
Philip Lahm fyrirliði Þýskalands með verðlaunagrip HM 2014. AFP
Mario Götze og Thomas Müller fagna sigurmarki Götze.
Mario Götze og Thomas Müller fagna sigurmarki Götze. AFP
Mario Götze í þann mund að spyrna boltanum í markið …
Mario Götze í þann mund að spyrna boltanum í markið framhjá Sergio Romero markverði Argentínu. AFP
Þjóðverjar fagna marki Mario Götze.
Þjóðverjar fagna marki Mario Götze. AFP
Götze fagnar markinu mikilvæga.
Götze fagnar markinu mikilvæga. AFP
Þýskir stuðningsmenn í Berlín fagna.
Þýskir stuðningsmenn í Berlín fagna. AFP
Mario Götze þakkar almættinu.
Mario Götze þakkar almættinu. AFP
Ekki tókst Lionel Messi að verða heimsmeistari.
Ekki tókst Lionel Messi að verða heimsmeistari. AFP
Boltinn á leið í netið.
Boltinn á leið í netið. AFP
Fögnuður Þjóðverja þegar dómarinn flautaði til leiksloka.
Fögnuður Þjóðverja þegar dómarinn flautaði til leiksloka. AFP
Mikill fögnuður Þjóðverja við Brandenburgarhliðið í Berlín.
Mikill fögnuður Þjóðverja við Brandenburgarhliðið í Berlín. AFP
AFP
AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert